Ert þú í ofbeldissambandi?

Við erum til staðar með öruggt skjól fyrir konur og börn sem flýja þurfa ofbeldi

Við erum til staðar með öruggt skjól fyrir konur og börn sem flýja þurfa ofbeldi

Kvennaathvarfið býður uppá ráðgjöf og stuðning fyrir konur sem eru þolendur ofbeldis í nánum samböndum.

Kvennaathvarfið býður uppá ráðgjöf og stuðning fyrir konur sem eru þolendur ofbeldis í nánum samböndum.

Viðtalsþjónusta

Konur sem orðið hafa fyrir eða búa við ofbeldi í nánu sambandi og aðstandendur þeirra geta bókað viðtal hjá ráðgjafa Kvennaathvarfsins. Viðtölin eru ókeypis og ætluð til að veita almenna ráðgjöf, stuðning og upplýsingar.

Vaktsími

Vaktsími kvennaathvarfsins er opinn allan sólarhringinn. Þolendur, aðstandendur og fagaðilar geta haft samband til að fá hjálp, stuðning eða ráðgjöf.
Athugið að í neyðartilfellum á alltaf að hafa samband við 112.

Dvöl í athvarfi

Athvörfin eru staðsett í Reykjavík og á Akureyri, en eru opin fyrir allar konur sem flýja þurfa heimili sín sökum ofbeldis, óháð búsetu eða lögheimili. Hafðu samband í síma 561 12 05 ef þú ert að íhuga dvöl í kvennaathvarfi.

Þekkir þú mynstrið?

Margar konur gera sér ekki grein fyrir að þær séu í ofbeldissambandi

Margar konur gera sér ekki grein fyrir að þær séu í ofbeldissambandi

Kvennaathvarfið kynnir nýja vitundarherferð „Þekkir þú mynstrið?“ með því markmiði að fræða og styrkja konur og aðstandendur til að þekkja mynstur og birtingarmyndir ofbeldis.

Kvennaathvarfið kynnir nýja vitundarherferð „Þekkir þú mynstrið?“ með því markmiði að fræða og styrkja konur og aðstandendur til að þekkja mynstur og birtingarmyndir ofbeldis.