Fréttir

30 30. janúar, 2018

Kraftasjóður Kvennaathvarfsins

30. janúar, 2018|Fréttir|

Það gerðist svolítið sögulegt í athvarfinu í dag þegar fulltrúar Zontaklúbbs Reykjavíkur komu færandi hendi með stofnframlag í Kraftasjóð Kvennaathvarfsins, splunkunýjan sjóð sem mun hafa það hlutverk að styðja konurnar í athvarfinu til sjálfstyrkingar og náms. Á myndinni má sjá Zontakonurnar Þorbjörgu Kr. Kjartansdóttur, formann klúbbsins og Hörpu Harðardóttur færa Sigþrúði Guðmundsdóttur framkvæmdastýru athvarfsins stofnframlagið. [...]

25 25. janúar, 2018

Fræðsluefni á sjö tungumálum

25. janúar, 2018|Fréttir|

Fyrir hverja er Kvennaathvarfið? er bæklingur sem Kvennaathvarfið hefur látið útbúa og þýða á sex tungumál. Auk íslensku, er bæklingurinn til á ensku, spænsku, rússnensku, pólsku, arabísku og tælensku. Hægt er að nálgast efnið hér á heimasíðunni undir Fræðsluefni - Bæklingar. Bæklingurinn var einnig prentaður og hægt er að hafa samband við Sigþrúði Guðmundsdóttur framkvæmdastýru [...]

25 25. janúar, 2018

Hlédís Sveinsdóttir arkitekt og eigandi EON arkitekta verður aðalhönnuður

25. janúar, 2018|Fréttir|

Fréttir af nýju íbúðarhúsnæði Kvennaathvarfsins fyrir þær konur og börn sem þurfa frekari stuðning eftir dvöl í athvarfinu. Hlédís Sveinsdóttir, arkitekt og eigandi EON arkitekta verður aðalhönnuður verkefnisins en hún hefur víða vakið athygli fyrir vandaða og nýstárlega hönnun bygginga. EON arkitektar gáfu hönnunar- og teiknivinnuna á nýrri lóð Kvennaathvarfsins sem hluti af söfnun Á [...]

8 8. janúar, 2018

Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins hlaut fálkaorðuna

8. janúar, 2018|Fréttir|

Þann 1. janúar 2018 sæmdi forseti Íslands Sigþrúði Guðmundsdóttur framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að velferð og öryggi kvenna. Í slíku felst mikill heiður en jafnframt viðurkenning fyrir vel unnin störf. Þar að auki er orðuveitingin mikilvæg til að viðhalda umræðu um mikilvægi þess að auka velferð og öryggi kvenna sem búa [...]

5 5. janúar, 2018

Um 90 milljónir fara til byggingar millistigshúsnæðis.

5. janúar, 2018|Fréttir|

Konurnar sem mynda söfnunarátakið Á allra vörum komu í Kvennaathvarfið á síðustu dögum ársins 2017 og afhentu söfnunarféð sem safnaðist í september. Þeir fjármunir og önnur framlög sem söfnuðust gera gæfumuninn varðandi byggingu millistigshúsnæðis athvarfsins. Í heild söfnuðust 78 milljónir króna en þar að auki eru gjafaframlög sem metin eru á um 12 milljónir króna. Sigþrúður [...]

5 5. janúar, 2018

#MeToo

5. janúar, 2018|Fréttir|

Byltingin #MeToo var valin Maður ársins af fréttastofu 365. Konur, sem fulltrúar byltingarinnar, færðu Kvennaathvarfinu blómvönd og viðurkenningarskjal til varðveislu. „Þetta er það öflugasta sem hefur gerst í jafnréttisbaráttunni fyrr og síðar“ sagði Ilmur í samtali við Eddu Andrésdóttur í Kryddsíldinni og vísaði þar til MeToo byltingarinnar. - Tekið af visir.is

21 21. desember, 2017

Föt til kvenna og barna í athvarfinu

21. desember, 2017|Fréttir|

Að gefa föt eða borðbúnað til Kvennaathvarfsins:  Konur sem dvelja í athvarfinu hafa möguleika á að fara í Hjálparstarf Kirkjunnar og velja sér passandi klæðnað og annað nytsamlegt fyrir sig sjálfar og börnin sín. Því benda starfskonur Kvennaathvarfsins fólki á að koma fötum og borðbúnaði til Hjálparstarfs Kirkjunnar á Háaleitisbraut 66 (í kjallara Grensáskirkju). Hér [...]

6 6. desember, 2017

Börn á ofbeldisheimilum

6. desember, 2017|Fréttir|

Kvennaathvarfið fékk nýlega viðurkenningu Barnaheilla fyrir framlag til mannréttinda barna og í tilefni þess skrifaði Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins grein um börn á ofbeldisheimilum: "Í viðurkenningunni felst sú mikilvæga hugsun að börn á ofbeldisheimilum séu hópur sem huga þurfi sérstaklega að. Stundum gleymast það reyndar, enda er kannski erfiðara að muna en að muna ekki að [...]

27 27. nóvember, 2017

Kvikmyndin Tölum um ofbeldi – á íslensku, ensku og norsku.

27. nóvember, 2017|Fréttir|

Tilurð myndarinnar má rekja til þess að starfskonum Kvennaathvarfsins fannst vanta aðgengilegt og vel framsett fræðsluefni fyrir börn um heimilisofbeldi. Myndin var upphaflega hugsuð sem liður í aukinni áherslu á þjónustu við þau börn sem koma til dvalar í Kvennaathvarfið. Hún er ekki síður mikilvæg öllum þeim börnum sem búa við ofbeldi eða þau sem [...]

21 21. nóvember, 2017

Kvennaathvarfið fær viðurkenningu Barnaheilla – Mannréttindi barna

21. nóvember, 2017|Fréttir|

Það var gleðistund á Nauthól þegar Kvennaathvarfið fékk afhenta viðurkenningu Barnaheilla fyrir sérstakt framlag til mannréttinda barna og fyrir fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem dvelja í athvarfinu. Á myndunum á annars vegar sjá framkvæmdastýru Kvennathvarfsins taka við viðurkenningunni úr hendi Kolbrúnar Baldursdóttur formanni Barnaheilla og hins [...]

LOKA SÍÐUNNI - CLOSE PAGE