Nú eru tæpir tveir mánuðir í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og nægur tími ennþá fyrir hlaupara að hefja undirbúning og æfingar.

Samtök um kvennaathvarf rekur athvarf í Reykjavík og á Akureyri fyrir konur sem flýja þurfa heimili sitt vegna ofbeldis, og börn þeirra. Þar fyrir utan geta konur fengið ráðgjöf, stuðning og upplýsingar án þess að til dvalar komi.   Reksturinn er fjármagnaður með styrkjum frá hinum ýmsu aðilum og hvetjum við alla hlaupara og hlaupahópa til að skrá sig á hlaupastyrkur.is  og safna áheitum til styrktar Kvennaathvarfinu. Slíkt hjálpar okkur ekki einungis fjárhagslega, heldur hjálpar það okkur að vekja athygli á málstaðnum og starfsemi okkar.

Fyrir ykkur hin sem ekki hlaupið en viljið engu að síður hjálpa okkur, er upplagt að heita á einhvern af hlaupurunum okkar hér: https://www.rmi.is/hlaupastyrkur/godgerdamal/392-kvennaathvarf