Ársskýrsla Samtaka um kvennaathvarf fyrir árið 2018 var kynnt á aðalfundi samtakanna sem haldinn var á Hallveigarstöðum fimmtudaginn 11. apríl 2019. Kosið var í stjórn samtakanna, Fríða Bragadóttir gekk úr stjórn eftir tíu ára samfellda stjórnarsetu sem ýmist varamaður eða aðalmaður og var henni þakkað fyrir vel unnin störf. Í stað Fríðu í stjórn kom Nadía Borisdóttir sem hafði verið varamaður og í hennar stað í varastjórn kom Alda Hrönn Jóhannsdóttir.

Nokkrir punktar úr ársskýrslu athvarfsins:

  • Meðalfjöldi kvenna og barna í húsinu á degi hverjum allt árið 2018 var 17 einstaklingar sem dvöldu að meðaltali í um mánuð í athvarfinu.
  • Tæplega 40% kvennanna sem komu í dvöl voru með börnin sín með sér.
  • Alls dvöldu 70 börn í athvarfinu á árinu 2018, flest á aldrinum eins til tveggja ára.
  • Alls voru 273 börn sem bjuggu á ofbeldisheimilunum.
  • Einungis 27% barnanna sem bjuggu við heimilisofbeldi höfðu fengið einhverja aðstoð vegna þessa.
  • Samt hafði tilkynning verið send til barnaverndar í tæplega helmingi tilfella.
  • 5% kvenna sem komu í viðtöl eða dvöl voru barnshafandi þegar þær mættu í athvarfið.

 

  • Um fimmtungur kvennanna var með áverka vegna heimilisofbeldis við komu í dvöl í athvarfið.
  • Tæpur helmingur kvennanna hafði einhvern tímann hlotið áverka í kjölfar heimilisofbeldis.
  • 49% sögðust hafa óttast um líf sitt.
  • 18% kvennanna sem komu í viðtöl eða dvöl í athvarfið hafði fengið morðhótun frá ofbeldismanninum.
  • Lögreglan hafði komið á vettvang vegna heimilisofbeldis í 37% tilfella.
  • 2% höfðu fengið neyðarhnapp.

 

  • 65% kvennana sem leita í athvarfið eru íslenskar
  • 71% ofbeldismannanna eru íslenskir
  • 19% fóru í nýtt húsnæði
  • 19% fóru til ættingja eða vina
  • 13% kvennanna sem komu í dvöl í athvarfið á árinu fóru aftur heim til ofbeldismannsins

Hér má nálgast skýrsluna í heild.