Fræðsluefni frá Kvennaathvarfinu:
RAUÐU LJÓSIN – MYNDBÖND
Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. Verkefnið var styrkt af Jafnréttissjóði Íslands.
FYRIR HVERJA ER KVENNAATHVARFIÐ?
Bæklingar og fræðsla sem er til á nokkrum tungumálum:
SKIPTU ÞÉR AF
Bæklingur sem aðstoðar fólk við að gera sér grein fyrir alvarleika heimilisofbeldis og vonandi stuðlar að því að fólk taki ábyrgð með því að skipta sér af þegar einhver er beittur ofbeldi.
Hér er hlekkur á fræðsluefnið: Skiptu þér af
TEIKNIMYND – SKIPTU ÞÉR AF
Kvennaathvarfið fékk styrk frá félags-og barnamálaráðherra til að vinna myndband um áhrif heimilisofbeldis á börn. Myndbandið á að vera hvatning til fullorðinna að „skipta sér af“ og hafa samband við 1-1-2 ef grunur vaknar um ofbeldi eða vanrækslu í garð barna.
PLAKAT OG LÍMMIÐAR
Gefnir voru út límmiðar og plaköt með styrk frá Félags-og barnamálaráðherra. Efnið má nálgast hér fyrir neðan en einnig má hafa samband við Kvennaathvarfið og óska eftir að fá send eintök af plakati og límmiðum.
BÖRN SEM BÚA VIÐ OFBELDI Á HEIMILI
Hér er greint frá áhrifum heimilisofbeldis á börn á mismunandi aldri og hvað vert er að hafa í huga við slíkar aðstæður. Bæklingurinn er í A5 stærð og er einnig til á ensku.
→ Sækja PDF skjal
VIÐ HJÁLPUM
Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út lítið kort með símanúmerum Neyðarlínunnar, Kvennaathvarfsins, Stígamóta, Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og Hjálparsíma Rauða krossins. Ritað er á íslensku öðrum megin og ensku hinum megin. Hægt er að panta kortin hjá Kvennaathvarfinu líkt og bæklinga.
→ Sækja PDF skjal
Hafið samband við Lindu Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýru athvarfsins í síma 561 3740 eða gegnum tölvupóst linda@kvennaathvarf.is til að fá nánari upplýsingar.
LÖGREGLAN
Lögreglan hér á Íslandi leggur sérstaka áherslu á að hafa gott verklag og nálgun í aðkomu að heimilisofbeldismálum.
KVERKATAK – ÚTVARPSÞÆTTIR
Í útvarpsþáttunum Kverkatak er rýnt í heimilisofbeldi, eðli þess, áhrif og afleiðingar. Hlusta má á þættina hér. Umsjónarmenn eru Viktoría Hermannsdóttir og Þórhildur Ólafsdóttir en þættirnir voru framleiddir af RÚV haustið 2018 í samstarfi við Jafnréttisstofu.
STÍGAMÓT
Stígamót standa fyrir átakinu Sjúk ást sem hófst í aðdraganda Valentínusardagsins, 14. febrúar 2018. Átakinu er ætlað að vekja athygli á einkennum heilbrigðra, óheilbrigðra og ofbeldisfullra sambanda meðal ungmenna. „Markmið átaksins er að koma í veg fyrir ofbeldi með fræðslu um heilbrigð samskipti og áherslu á virðingu í samböndum. Markhópurinn eru ungmenni í grunn- og framhaldsskólum.“ – af vef Stígamóta
JAFNRÉTTISSTOFA
Stóð fyrir því að taka saman fræðsluefni um heimilisofbeldi frá fagaðilum sem starfa innan málaflokksins og útbúa þannig aðgengileg netnámskeið.
„Markmiðið með námskeiðinu er að auka þekkingu fagfólks um land allt á heimilisofbeldi og auðvelda svör við spurningum, til að mynda: Hvernig berum við kennsl á þolendur og gerendur? Hvernig skal bregðast við? Hvaða úrræði eru fyrir hendi á Íslandi? Hverju þarf að huga að við vinnslu á málum er varða fatlað fólk, barnshafandi einstaklinga, fólk af erlendum uppruna, hinsegin fólk og einstaklinga af öðrum minnihlutahópum?“ – Texti af heimasíðu Jafnréttisstofu.
Hér er slóð á netnámskeiðin.
Jafnréttisstofa stýrði einnig verkefninu Byggjum brýr Brjótum múra sem var 30 mánaða verkefni til að bæta samvinnu í heimilisofbeldismálum og auka vitund almennings um heimilisofbeldi. Hér er hlekkur á myndbönd sem eru ein af afurðum verkefnisins.