Í dag veittum við í fyrsta sinn Bókmenntaverðlaun Kvennaathvarfsins. Þau voru fundin upp í tilefni þess að ein af okkar uppáhaldsbókum, Enginn dans við Ufsaklett eftir Elísabetu Jökulsdóttur, hefur verið tilnefnd til Bókmenntaverðalauna Norðurlandaráðs. Verðlaunin og góðar óskir voru afhent í fagnaðarveislu Elísabetar í Eymundson í dag. Á myndinni er verðlaunahafinn ásamt þremur af starfskonum Kvennaathvarfsins.