Í yfir 40 ár hefur Kvennaathvarfið veitt konum og börnum þeirra öryggi. Nú er kominn tími á nýtt og betra athvarf.

Í yfir 40 ár hefur Kvennaathvarfið veitt konum og börnum þeirra öryggi. Nú er kominn tími á nýtt og betra athvarf

Hjálpaðu okkur að byggja öruggt skjól fyrir konur og börn sem flýja þurfa ofbeldi

Hjálpaðu okkur að byggja öruggt skjól fyrir konur og börn sem flýja þurfa ofbeldi

Viðtalsþjónusta

Konur sem orðið hafa fyrir eða búa við ofbeldi í nánu sambandi og aðstandendur þeirra geta bókað viðtal hjá ráðgjafa Kvennaathvarfsins. Viðtölin eru ókeypis og ætluð til að veita almenna ráðgjöf, stuðning og upplýsingar.

Vaktsími

Vaktsími kvennaathvarfsins er opinn allan sólarhringinn. Þolendur, aðstandendur og fagaðilar geta haft samband til að fá hjálp, stuðning eða ráðgjöf.
Athugið að í neyðartilfellum á alltaf að hafa samband við 112.

Dvöl í athvarfi

Athvörfin eru staðsett í Reykjavík og á Akureyri, en eru opin fyrir allar konur sem flýja þurfa heimili sín sökum ofbeldis, óháð búsetu eða lögheimili. Hafðu samband í síma 561 12 05 ef þú ert að íhuga dvöl í kvennaathvarfi.

Þekkir þú mynstrið?

Margar konur gera sér ekki grein fyrir að þær séu í ofbeldissambandi

Margar konur gera sér ekki grein fyrir að þær séu í ofbeldissambandi

Kvennaathvarfið kynnir nýja vitundarherferð „Þekkir þú mynstrið?“ með því markmiði að fræða og styrkja konur og aðstandendur til að þekkja mynstur og birtingarmyndir ofbeldis.

Kvennaathvarfið kynnir nýja vitundarherferð „Þekkir þú mynstrið?“ með því markmiði að fræða og styrkja konur og aðstandendur til að þekkja mynstur og birtingarmyndir ofbeldis.

Aðalfundur

Samtaka um Kvennaathvarf og Sjálfseignarstofnunar Kvennaathvarfsins verður haldinn í Gunnarshúsi, Dyngjuvegur 8, 104 Reykjavík, mánudaginn 7. apríl klukkan 17:00 – 19:00.

Samtaka um Kvennaathvarf og Sjálfseignarstofnunar Kvennaathvarfsins verður haldinn í Gunnarshúsi, Dyngjuvegur 8, 104 Reykjavík, mánudaginn 7. apríl klukkan 17:00 – 19:00.

Dagskrá

  • 1
    Fundur settur, kosning fundarstjóra og ritara
  • 2
    Skýrsla stjórnar Kvennaathvarfs
  • 3
    Skýrsla framkvæmdastýru Kvennaathvarfs
  • 4
    Ársskýrsla athvarfsins kynnt og lögð fram til umræðu
  • 5
    Ársreikningar lagðir fram til umræðu og atkvæðagreiðslu
  • 6
    Fjárhagsáætlun yfirstandandi árs lögð fram til umræðu
  • 7
    Breytingar á samþykktum Samtaka um Kvennaathvarf
  • 1
    Ákvörðun árgjalda samtakanna
  • 2
    Ákvörðun stjórnarlauna samtakanna og Sjálfseignarstofnunarinnar
  • 3
    Kosning stjórnar og varastjórnar samtakanna og skoðunarmanna reikninga samkvæmt 8. gr
  • 4
    Kosning fulltrúa í stjórn og varastjórn Sjálfseignarstofnunar Kvennaathvarfsins og skoðunarmanna reikninga samkvæmt 6. gr.
  • 5
    Kosning fulltrúa samtakanna í fulltrúaráð Arnrúnar íbúðarfélags hses. skv. 6. gr.
  • 6
    Önnur mál