Jafnréttisstofa stóð fyrir því að taka saman fræðsluefni um heimilisofbeldi frá fagaðlum sem starfa innan málaflokksins og útbúa þannig aðgengileg netnámskeið.

„Markmiðið með námskeiðinu er að auka þekkingu fagfólks um land allt á heimilisofbeldi og auðvelda svör við spurningum, til að mynda: Hvernig berum við kennsl á þolendur og gerendur? Hvernig skal bregðast við? Hvaða úrræði eru fyrir hendi á Íslandi? Hverju þarf að huga að við vinnslu á málum er varða fatlað fólk, barnshafandi einstaklinga, fólk af erlendum uppruna, hinsegin fólk og einstaklinga af öðrum minnihlutahópum?“ – Texti af heimasíðu Jafnréttisstofu.

Hér er slóðin á netnámskeiðin.