Úr Kvennaathvarfinu koma bestu óskir um friðsamlegar og gleðilegar hátíðir og hjartans þakkir fyrir ómetanlegan hlýhug í garð athvarfsins og íbúa þess á aðventunni.

Athvarfið er opið allan sólarhringinn yfir jól og áramót sem alla aðra daga.