Þann 22. maí s.l. stóð Dómsmálaráðuneytið fyrir árlegu jafnréttisþingi þar sem meginþemað voru aðgerðir gegn mansali. Á þinginu veitti dómsmálaráðherra Samtökum um Kvennaathvarf sérstaka jafnréttisviðurkenningu. Í viðurkenningunni segir m.a.: „Samtökin hafa frá stofnun verið ómetanlegur burðarás í baráttunni gegn heimilisofbeldi á Íslandi. Brautryðjendastarf þeirra í þágu jafnréttis og mannréttinda verður seint ofmetið.“
Á myndinni má sjá Ísól Björk Karlsdóttur, fræðslustýru og ráðgjafa hjá Kvennaathvarfinu, taka á móti viðurkenningunni frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra. Við erum að sjálfsögðu virkilega ánægðar með viðurkenninguna og höldum ótrauðar áfram baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Takk fyrir okkur 