Tónleikarnir Með hækkandi sól verða haldnir í Lindakirkju í Kópavogi, laugardaginn 12. maí kl 16:00. Það er Oddfellowstúkan Hallveig sem stendur fyrir tónleikunum en allur ágóði rennur til Kvennaathvarfsins. Þeir fjármunir sem safnast verða nýttir við byggingu húsnæðis fyrir konur og börn sem hafa þurft að dvelja í athvarfinu vegna ofbeldis á sínu heimili.

Fram koma Kristinn Sigmundsson, Þór Breiðfjörð, karlakórinn Hallveigarsynir ásamt undirleikurunum Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur og Arnhildi Valgarðsdóttur.

Kynnir verður Örn Árnason.

Miðapantanir gegnum netfangið sigthrudur@kvennaathvarf.is en einnig verður hægt að kaupa miða á staðnum. Miðaverðið er 4.500 eða 3.900.