Oddfellowstúkurnar í Reykjavík Ingólfur, Þorkell máni, Þorfinnur karlsefni, Sigríður, Þorgerður, Soffía og Þorbjörg hafa fært Kvennaathvarfinu 6.950.000 kr. í styrk til nýbyggingar áfangaheimilis Kvennaathvarfsins í tilefni 200 ára afmælis Oddfellowreglunnar.

Hildur Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins og Eygló Harðardóttir, verkefnisstýra nýbyggingarinnar tóku á móti styrknum sem Helga Þormóðsdóttir, yfirmeistari Sigríðar, rebekkustúka nr. 4 og Hlynur Guðlaugsson, yfirmeistari Ingólfs, stúka nr. 1 afhentu fyrir hönd stúkanna.

Með styrknum fylgdi falleg kveðja, ljóðið Draumur eftir Huldu Ólafsdóttur:

Í lífsins
ólgu sjó
býr draumur
um betra líf.
lát hjartað geyma
-ekki gleyma
að vera til.

Stuðningur Oddfellowhreyfingarinnar við áfangaheimili Kvennaathvarfsins hefur verið ómetanlegur. Hjörtu okkar eru því full af þakklæti fyrir þennan mikla velvilja Oddfellowa í garð Kvennathvarfsins og draum okkar um að byggja von um betra líf í nýja húsinu okkar.