Þann 5. júní var haldin vel heppnuð rástefna í HR um vernd barna gegn ofbeldi á heimili. Þar var Auður Magnúsdóttir, verkefnastýra barnastarfs í Kvennaathvarfinu, með erindi sem bar yfirskriftina „Börn í skugga heimilisofbeldis – reynsla og raunveruleiki“, en það sem af er ári hafa 67 börn dvalið í Kvennaathvarfinu í Reykjavík. Það var virkilega áhugavert og dýrmætt að sjá aðila frá ólíkum fagstéttum kynna sín úrræði, bera saman bækur og taka samtalið um hvernig við getum betur tryggt öryggi barna sem búa við ofbeldi.