Þann 29. ágúst sl. hélt Jafnréttisstofa alþjóðlega ráðstefnu þar sem fjallað var um reynslu af samvinnu í heimilisofbeldismálum á Íslandi. Ráðstefnan var lokaviðburður verkefnisins Byggjum brýr – Brjótum múra – Samvinna í heimilisofbeldismálum.

Kvennaathvarfið kynnti niðurstöður rannsóknar sem unnin var árið 2018 um upplifun þolenda heimilisofbeldis og persónuleikaeinkenni gerenda. Rannsóknin var unnin meðal annars fyrir tilstuðlan styrkveitingar frá Velferðarráðuneytinu.

Hér er slóðin á umfjöllun Jafnréttisstofu um ráðstefnuna.

Hér er slóðin á upptöku frá fundinum. Kynning Kvennaathvarfsins á rannsókninni hefst á 4:42:00.