Um samtökin
Kvennaathvarfið er rekið af frjálsum félagasamtökum; Samtökum um kvennaathvarf.
Stofnfundur Samtaka um kvennaathvarf var haldinn 2. júní 1982 og 6. desember sama ár var Kvennaathvarfið opnað. Árið 2010 var stofnuð sjálfseignarstofnun um húseign Kvennaathvarfsins en rekstur athvarfsins hélst óbreyttur.
Stjórn
Félagar í samtökunum kjósa sér fimm manna stjórn og tvo varamenn á aðalfundi sem haldinn er í apríl ár hvert. Þar eru grundvallarbreytingar á starfsemi Samtaka um kvennaathvarf samþykktar.
Stjórnin sem er ábyrg fyrir rekstri athvarfsins heldur að öllu jöfnu fundi mánaðarlega og oftar ef á þarf að halda. Á stjórnarfundum hittast stjórn og framkvæmdateymi og bera saman bækur sínar, en stjórnin ber ábyrgð á starfseminni í heild, tekur allar helstu ákvarðanir og leggur drög að starfi framkvæmdateymis.
Stjórn skipa:
- Esther Hallsdóttir, formaður
- Joanna Marcinkowska, varaformaður
- Ragna Björg Guðbrandsóttir, meðstjórnandi
- Árni M Matthíasson, meðstjórnandi
Varastjórn:
- Agla Eir Vilhjálmsdóttir, ritari
- Ásta magnúsdóttir, varamaður
Netfang stjórnar er: stjorn@kvennaathvarf.is
Stjórn sjálfseignarstofnunar skipa:
- Esther Hallsdóttir, formaður
- Sigríður Elín Sigfúsdóttir, gjaldkeri
- Guðrún Ingvarsdóttir, ritari
Varastjórn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Sabine Leskopf