Við viljum koma því á framfæri að Kvennaathvarfið er enn sem fyrr opið konum og börnum sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis.

Við vöndum okkur eins og við getum við að tryggja öryggi íbúanna, ekki bara gegn ofbeldi heldur jafnframt gegn veirusýkingu (www.covid.is). Liður í því er að tímabundið bjóðum við konum sem ætla að koma í viðtöl, en ekki í dvöl, alla jafna upp á símaviðtöl en einnig hafa verið gerðar ráðstafanir fyrir þær konur sem kjósa frekar að mæta til okkar í viðtöl.

Konur á leið í dvöl hvetjum við til að hafa samband símleiðis áður en þær koma til dvalar svo við getum metið stöðuna og undirbúið okkur fyrir hverja komu.

Síminn 561 1205 er opinn allan sólarhringinn.

https://www.facebook.com/kvennaathvarf/

tölvupóstur: kvennaathvarf@kvennaathvarf.is

Einnig bendum við á að Bjarkarhlíð við Bústaðarveg (s. 553 3000) og Bjarmahlíð á Akureyri (s. 551 2520) veita ráðgjöf og stuðning fyrir þolendur og aðstandendur heimilisofbeldis.