Kvennaathvarfið í Reykjavík fékk styrk frá félags- og barnamálaráðuneytinu til að vinna verkefnið. Vinnan hefur staðið yfir síðustu misserin og nú er komin út skýrsla um stöðu erlendra kvenna sem þurfa að leita í athvarfið.

Markmið vinnunnar var meðal annars að finna það sem hefði hjálpað konunum að komast fyrr úr ofbeldissambandinu. En konurnar voru einnig spurðar út í ofbeldisreynslu sína, teknar voru saman bakgrunnsupplýsingar um konurnar sem og gerendur, tekið var saman hlutfall erlendra kvenna með áverka og aðkoma lögreglu og heilbrigðiskerfis er skoðuð. Farið er yfir afdrif kvennanna að dvöl lokinni og í einhverjum tilfellum eru upplýsingar bornar saman við stöðu íslenskra kvenna sem leita til Kvennaathvarfsins.

Hér er hlekkur á skýrsluna.