Það var mikill heiður að þrjár af þeim fjórum konum sem héldu erindi á stofnfundi Samtaka um Kvennaathvarf skuli hafa mætt og tekið á móti fyrstu varasettunum í söfnunarátkinu sem var sett af stað þann 19. mars s.l. Á stofnfund 1982 mættu um 200 konur en til máls tóku Hildigunn­ur Ólafs­dótt­ir, Guðrún Krist­ins­dótt­ir, Ásdís Rafn­ar og Álf­heiður Inga­dótt­ir. Það er magnað að hugsa til þess hversu mikið afrek opnun kvennaathvarfs hefur verið á sínum tíma og er góð áminning um hvað samtakamáttur kröftugra kvenna getur áorkað. Þennan kraft finnur maður sannarlega hjá stöllunum sem standa að baki átakinu „á allra vörum“. Takk stelpur – kraftur ykkar er okkar hvatning! 🥰
Kvennaathvarfið er á allra vörum