Í tilefni hins árlega 16 daga átaks gegn kynbundnum ofbeldi gáfu Soroptimistar á Akranesi Kvennaathvarfinu 500.000 krónur til byggingar áfangaheimilis athvarfsins.

Ása Helgadóttir, formaður og Sigríður Kr. Gísladóttir, varaformaður Soroptimista á Akranesi afhentu styrkinn og tók Eygló Harðardóttir, verkefnisstýra áfangaheimilisins á móti honum fyrir hönd Kvennaathvarfsins. Anna G. Torfadóttir, formaður fjáröflunarnefndar klúbbsins tók myndirnar.

Þökkum við kærlega fallegan hug Soroptimistasystra á Akranesi til Kvennaathvarfsins.

Saman byggjum við von um betra líf.