Í dag frumsýndi Kvennaathvarfið myndband sem er hugsað til að vekja fólk til umhugsunar um að ofbeldi í garð barna, hvort sem ofbeldið er beint eða óbeint ofbeldi, líkamlegt, andlegt, stafrænt, kynferðislegt eða annað form af ofbeldi, hefur neikvæð áhrif á lífsgæði barnsins.

Fólk er hvatt til að ,,skipta sér af“ aðstæðum barna með því að hafa samband við 1-1-2 og láta vita af áhyggjum sínum.

Það er mikilvægt að fagaðilar fái tækifæri á að meta aðstæður barnsins en til þess að fagaðilar viti af aðstæðum barnsins þarft þú að láta vita ef þig grunar að barn búi við óásættanlegar aðstæður.

Hér er hlekkur á myndbandið.

Gerð myndbandsins var styrkt af félags-og barnamálaráðherra og var unnið í samstarfi við Tjarnargatan framleiðslustofa.