Hvers vegna nýtt athvarf?

Aukið rými

Að meðaltali dvelja um 130 konur árlega í athvarfinu, oft með börn sín. Með nýju húsnæði getum við tekið á móti fleiri konum og börnum þeirra.

Bætt aðgengi

Nýtt athvarf verður með mun betra aðgengi þannig að auðvelt er að taka á móti konum og börnum með fatlanir.

Sérhannað húsnæði

Nýja athvarfið verður hannað með þarfir kvenna og barna sérstaklega í huga sem þurfa á öryggi og stuðningi að halda.

Viðtalsrými

Árlega veitir Kvennaathvarfið yfir 1200 ráðgjafaviðtöl. Nýtt húsnæði mun bjóða upp á betri aðstöðu fyrir þessa mikilvægu þjónustu.

Hvernig get ég hjálpað?

  • Gerast mánaðarlegur styrktaraðili

  • Gefa eingreiðslu

  • Taka þátt í þjóðarátakinu Á allra vörum

  • Deila verkefninu með vinum og fjölskyldu

Hver króna skiptir máli

Með þínum stuðningi getum við byggt nýtt og betra Kvennaathvarf þar sem konur og börn þeirra fá þá aðstoð og það öryggi sem þau þurfa á að halda.