Árið 2016 frumsýndi Kvennaathvarfið teiknimynd sína Tölum um ofbeldi. Aðalmarkmið myndarinnar er að koma ákveðnum skilaboðum til barna og einnig að gera þann hóp barna sem býr við heimilisofbeldi sýnilegri í samfélaginu.

Þau mikilvægu skilaboð sem börnin sitja eftir með eftir áhorf á teiknimyndina eru meðal annars að heimilisofbeldi er ekki einkamál fjölskyldna; að heimilisofbeldi getur átt sér stað í öllum fjölskyldumynstrum og að ofbeldið er aldrei barninu að kenna því það eru fullorðnir sem bera ábyrgð á að börnum líði vel.

Í myndinni hvetjum við börnin til að segja frá ofbeldinu því það er alltaf einhver sem getur hjálpað.

Myndin er gerð fyrir fé sem Jón Gnarr gaf Kvennaathvarfinu árið 2014, en Jafnréttissjóður Íslands styrkti kynningu á efninu í grunnskólum landsins, og öðrum stofnunum sem vinna með börnum. Velferðarráðuneytið hefur einnig styrkt verkefni varðandi þýðingar Kvennaathvarfsins á fræðsluefnis tengdu heimilisofbeldi.

Hér eru hlekkir á teiknimyndina á tungumálunum sex:

Íslenska

Enska

Spænska

Rússnenska

Pólska

Norska