Þekkir þú mynstrið?
Margar konur gera sér ekki grein fyrir að þær séu í ofbeldissambandi
Margar konur gera sér ekki grein fyrir að þær séu í ofbeldissambandi
Kvennaathvarfið kynnir nýja vitundarherferð „Þekkir þú mynstrið?“ með því markmiði að fræða og styrkja konur og aðstandendur til að þekkja mynstur og birtingarmyndir ofbeldis.
Kvennaathvarfið kynnir nýja vitundarherferð „Þekkir þú mynstrið?“ með því markmiði að fræða og styrkja konur og aðstandendur til að þekkja mynstur og birtingarmyndir ofbeldis.
Markmið herferðarinnar er að vekja athygli á mismunandi mynstrum ofbeldis í nánum samböndum. Ofbeldi getur tekið á sig margar myndir, þar á meðal andlegt, líkamlegt, fjárhagslegt og kynferðislegt ofbeldi. Með því að þekkja mynstrin og birtingamyndirnar getum við hjálpað konum að átta sig á ástandinu og leita sér aðstoðar.

Hvernig getur þú tekið þátt?
1. Prófaðu þekkingu þína: Við bjóðum upp á einfalda könnun sem hjálpar þér að meta hvort þú eða einhver sem þú þekkir sé í ofbeldissambandi.
2. Fræðsla og upplýsingar: Kynntu þér upplýsingar um mismunandi tegundir ofbeldis og lærðu að þekkja birtingarmyndirnar.
3. Leitaðu aðstoðar: Ef þú ert í vafa, pantaðu tíma hjá ráðgjafa Kvennaathvarfsins. Við erum hér til að hjálpa þér.
Hvers vegna er þetta mikilvægt?
Ofbeldi í nánum samböndum er oft falið og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem fyrir því verða. Með því að auka vitund og þekkingu á þessum málum getum við hjálpað til við að rjúfa þögnina og veita þeim sem eru í hættu nauðsynlegan stuðning.
Hvernig getur þú stutt við Kvennaathvarfið?
1. Framlög: Þín framlög hjálpa okkur að veita öruggt skjól, ráðgjöf og stuðning fyrir konur og börn sem eru að flýja ofbeldi í nánum samböndum.
2. Deildu boðskapnum: Hjálpaðu okkur að dreifa upplýsingum um herferðina með því að deila henni á samfélagsmiðlum.