Konurnar sem mynda söfnunarátakið Á allra vörum komu í Kvennaathvarfið á síðustu dögum ársins 2017 og afhentu söfnunarféð sem safnaðist í september. Þeir fjármunir og önnur framlög sem söfnuðust gera gæfumuninn varðandi byggingu millistigshúsnæðis athvarfsins.

Í heild söfnuðust 78 milljónir króna en þar að auki eru gjafaframlög sem metin eru á um 12 milljónir króna.

Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarsins segir söfnun sem þessa hafa mikið gildi, í fyrsta lagi vegna þess að það þurfi peninga til að byggja húsnæðið, en einnig sé mikilvægt að auka umræðuna í samfélaginu.